Tekinn ölvaður og án ökuréttinda
Lögreglan í Keflavík hafði afskipti af grunsamlegu akstursfari ökumanns í Reykjanesbæ í nótt. Í ljós kom að maðurinn var undir áhrifum áfengis auk þess að hafa verið sviptur ökuréttindum. Þá þurfti lögreglan einnig að stöðva annan ökumann sem var kærður fyrir ölvun við akstur í nótt.Að öðru leyti var rólegt á vakt lögreglunnar aðfaranótt laugardags.