Tekinn með mikið magn af sígarettum
Erlendur karlmaður var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir helgina eftir að í farangri hans fannst mikið magn af sígarettum eða 32.800 stykki. Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af manninum og kvaðst hann þá hafa ætlað að verða sér úti um peninga með því að selja sígaretturnar hér á landi. Honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.