Tekinn með mikið magn af LSD
Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Njarðvík með tæplega 700 neysluskammta af ofskynjunarlyfinu LSD í fórum sínum aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Þá fundust einnig um tíu grömm af amfetamíni í söluumbúðum á manninum, sem er íslenskur ríkisborgari. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Starfsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra sem staðsettir eru á Suðurnesjum stöðvuðu bifreið sem maðurinn ók síðastliðinn fimmtudag og við leit í henni fundust áðurnefnd fíkniefni. Hann á sakaferil að baki.
Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum sem lítur það mjög alvarlegum augum. Hún varðist að öðru leyti allra annarra frétta af rannsókn málsins.
H: www.visir.is , Fréttablaðið