Tekinn með marijuana
Lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á lítilræði af marijuana í Keflavík í gærkvöldi. Sá sem efnin átti var tekin í yfirheyrslu á vettvangi, leitað var á heimili viðkomandi og í framhaldinu var viðkomandi sleppt. Málið telst upplýst.
Þá voru tveir teknir í gærkvöldi fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut, nærri Vogum, og var annar ökumannanna á nærri 130 km. hraða. Auk heldur var ökumaður torfæruhjóls tekinn próflaus í Grindavík og í fangageymslum sefur einn úr sér eftir ölvun á almannafæri.
Mbl.is greinir frá þessu.