Tekinn með kíló af hassi
Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi eftir að hann var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar með tæplega eitt kíló af hassi í fórum sínum. Maðurinn var að koma frá Kaupmannahöfn á leið til Grænlands, þegar tollverðir stöðvuðu hann fyrr í mánuðinum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og fór lögreglan á Suðurnesjum með rannsókn málsins. Maðurinn hefur nú hlotið dóm, eins og að ofan greinir.