Tekinn með gríðarlegt magn af steratöflum
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók á þriðjudaginn mann sem gerði tilraun til að smygla mörg þúsund steratöflum til landsins. Þetta er líkast til stærsta smygltilraun af þessum toga sem um getur hér á landi, samkvæmt því sem fram kemur í frétt DV um málið. Einn maður hefur verið yfirheyrður vegna málsins. Aðrir liggja ekki undir grun.
Samkvæmt frétt DV voru sterarnir keyptir fyrir andvirði 500 þúsund króna í Taílandi. Söluverðmætið er hins vegar 5 til 10 milljónir króna hér á landi.
Sterarnir fundust í tösku sem var send frá London. Taskan hafði orðið viðskila við eiganda sinn sem kom til landsins frá London nokkrum dögum áður.
----
Mynd úr safni