Tekinn með fíkniefni og stera
Skömmu eftir miðnætti hafði lögregla afskipti af ungum manni vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit á heimili hans fundust 22 stk. e-pillur og 1 gramm af maríjuana. Einnig fundust 100 pillur sem ætla má að séu anabolískir sterar.
Í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs að veitingastað í Keflavík. Fyrir utan staðinn hafði maður fallið og skorið nokkuð á höfði. Var maðurinn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem gert var að sárum hans. Við svo búið var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið til Reykjavíkur þar sem hann hafði líklega tekið inn einhver lyf.