Tekinn með fíkniefni á Brautinni
Fíkniefni og tæki og tól til neyslu þeirra fundust á ökumanni sem var stöðvaður í eftirliti á Reykjanesbraut í gærdag. Hvítt duft í bréfi, notuð sprautunál, hassmoli og toppur til reykinga fannst við líkamsleit á manninum. Var manninum sleppt að lokinni yfirheyrslu.
Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að aka án ökuréttinda og annar kærður fyrir of hraðan akstur, en hann mældist á 112 km hraða á Reykjanesbraut.
Þá var einn ökumaður tekinn fyrir að aka án ökuréttinda og annar kærður fyrir of hraðan akstur, en hann mældist á 112 km hraða á Reykjanesbraut.