Tekinn með fíkniefni
Fíkniefni fundust þegar lögreglan á Suðurnesjum bankaði upp á hjá karlmanni um þrítugt, sem grunaður var um fíkniefnamisferli. Hann hleypti lögreglumönnum inn og framvísaði kannabisefni og hvítu dufti í poka. Húsráðandi taldi hið síðarnefnda vera sykur en var þó ekki alveg viss. Lögregla haldlagði efnin og var málið afgreitt með vettvangsskýrslu.