Tekinn með falsað vegabréf
Erlendur ferðamaður framvísaði fölsuðu vegabréfi Í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í vikunni. Vaknaði grunur um að skilríkið væri falsað þegar hann framvísaði því í vegabréfahliði og reyndist sá grunur á rökum reistur við nánari skoðun. Vegabréfið, sem útgefið var í Ísrael, var grunnfalsað og stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum för mannsins.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				