Tekinn með falsað vegabréf
Erlendur karlmaður var handtekinn á Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær vegna gruns um vegabréfafölsun.
Heimildir Víkurfrétta herma að málið sé nokkuð umfangsmikið og eigi eftir að vinda frekar upp á sig.
Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar Lögreglunnar á Suðurnesjum, staðfesti í samtali við Víkurfréttir að maðurinn hafi verið handtekinn og yrði í haldi á meðan málið væri rannsakað, en vildi ekki tjá sig nánar um málið að svo stöddu.
Myndin tengist fréttinni ekki