Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn með amfetamínbasa í bjórflöskum
Föstudagur 7. september 2018 kl. 15:03

Tekinn með amfetamínbasa í bjórflöskum

Pólskur karlmaður á þrítugsaldri hefur sætt gæsluvarðhaldi að undanförnu vegna tilraunar til að smygla amfetamínbasa til landsins.  Tollgæslan í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvaði ferð mannsins sem var að koma frá Kaupmannahöfn og við leit í farangri hans fundust 830 ml af vökvanum sem falinn var í bjórflöskum.  Styrkur basans reyndist vera með þeim hætti að hægt var að framleiða 2,1 kg. af amfetamíni úr honum.

Aðilinn var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald af héraðsdómi Reykjaness. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins sem er á lokastigi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024