Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn með 150 grömm af kókaíni
Laugardagur 11. maí 2013 kl. 12:34

Tekinn með 150 grömm af kókaíni

Lögreglan á Suðurnesjum hefur nú að mestu lokið rannsókn á máli sem upp kom þegar karlmaður á fertugsaldri var tekinn með 150 grömm af kókaíni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Maðurinn, sem er íslenskur, var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn um miðjan síðasta mánuð, þegar tollgæsla stöðvaði för hans í flugstöðinni. Hann reyndist vera með fíkniefnin í farangri sínum.

Hann hefur nokkrum sinnum komið við sögu hjá lögreglu áður vegna ýmissa mála.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024