Tekinn í leifsstöð með kannabiskökur og sælgæti
-Maðurinn var að koma frá Amsterdam þegar hann var stöðvaður
Karlmaður sem tollverðir stöðvuðu nýverið við hefðbundið eftirlit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar reyndist hafa í farangri sínum kökur og sælgæti sem hvoru tveggja innihéldu kannabisefni. Maðurinn var að koma frá Amsterdam þegar hann var stöðvaður.
Tollgæslan hafði samband við Lögregluna á Suðurnesjum og tók hún við málinu. Lögreglumenn mættu á vettvang og játaði maðurinn eign sína á kökunum og sælgætinu. Málið er í hefðbundnum farvegi.
Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.