Tekinn fyrir ógætilegan akstur
Í gærkvöld var ungur ökumaður kærður fyrir ógætilegan akstur og að hafa ekki sýnt nægilega tillitssemi og varúð við akstur á Hafnargötu í Keflavík. Þá voru þrír ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi og í nótt.
Bifreið skemmdist á Njarðarbraut í Njarðvík, til móts við Stapann, rétt upp úr 11 í gærkvöldi. Olía rann af vélinni auk þess sem hjólabúnaður skemmdist.
Loks voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum á næturvaktinni vegna vangoldinna tryggingagjalda.
Bifreið skemmdist á Njarðarbraut í Njarðvík, til móts við Stapann, rétt upp úr 11 í gærkvöldi. Olía rann af vélinni auk þess sem hjólabúnaður skemmdist.
Loks voru skráningarnúmer tekin af tveimur bifreiðum á næturvaktinni vegna vangoldinna tryggingagjalda.