Tekinn fyrir of hægan akstur
Rétt fyrir miðnætti var ökumaður bifreiðar stöðvaður þar sem hann ók norður Hafnargötu í Reykjanesbæ á mjög litlum hraða og var með því vísvitandi að tefja umferð. Löng röð myndaðist aftan við bifreiðina og var lögreglubifreið í þeim hópi.
Í dagbók lögreglu segir að svona háttalag geti skapað mikla hættu og óþægindi þar sem framúrakstur er líklegur við þröngar aðstæður. Ökumaðurinn verður kærður fyrir atvikið. Hámarksraðinn þarna er 50 km/klst en ökumaðurinn ók á 5-10 km/klst.
VF-mynd úr safni