Sunnudagur 16. desember 2007 kl. 13:20
Tekinn fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi
Ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Grindavíkurvegi í gær eftir að hafa mælst á 119 km/klst. þar sem löglegur hámarkshraði er 90 km/klst.
Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglunnar í gær, en þar hafði ökumaður misst stjórn á bifreið sinni vegna hálku og lent utan í ljósastaur.