Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn fyrir glæfraakstur á Hafnargötu
Mánudagur 23. apríl 2007 kl. 10:11

Tekinn fyrir glæfraakstur á Hafnargötu

Ökumaður var kærður í gærkvöldi fyrir glæfralegan akstur á Hafnargötunni í Reykjanesbæ á móts við verslunina 10/11 en þar tók hann framúr bifreið við gangbraut.

Fjórir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöldi. Þrír á Reykjanesbrautinni á 121, 157 og 160 km/klst. þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Þá var einn tekinn á 106 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 70 km/klst.

Loks var einn ökumaður tekinn fyrir ölvunarakstur á Reykjanesbrautinni og reyndist hann einnig vera sviptur ökuréttindum.

 

Mynd úr safni VF: Séð niður Hafnargötu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024