Tekinn fyrir akstur utan vegar
Maður var tekinn fyrir utanvegaakstur í Sandvík á Reykjanesi í gær. Um er að ræða brot á náttúruverndarlögum og að auki var torfærubifhjólið sem viðkomandi var á óskráð.
Lögreglan í Keflavík var einmitt með sérstaklega öflugt eftirlit með utanvegaakstri um hvítasunnuhelgina, með aðstoð frá Ríkislögreglustjóraembættinu þar sem fylgst var vel með ökutækjum í Reykjanesfólksvangi og úti á Reykjanesi.
Þá var maður tekinn fyrir akstur án ökuleyfis, en hann hafði einmitt verið stöðvaður við sömu iðju fyrr um daginn.