Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn fullur á negldum
Sunnudagur 28. ágúst 2005 kl. 11:54

Tekinn fullur á negldum

Í gær stöðvaði lögregla mann sem ók um á bifreið með nagladekkjum. Hann var einnig grunaður um ölvun við akstur og fékk að fara heim eftir skýrslutöku og blóðrannsókn.

Þá voru þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 120 á Reykjanesbraut.

Einnig fékk einn ökumaður sekt fyrir að nota ekki öryggisbelti og fimm ungmenni voru áminnt fyrir að vera á reiðhjólum án þess að nota öryggishjálma.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024