Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn fullur á 188
Mánudagur 27. júlí 2009 kl. 07:29

Tekinn fullur á 188

Mikið var að gera í umferðareftriliti hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gær. Má fyrst geta þess að þeir stöðvuðu för ökumanns sem var mældur á 188 km hraða á Reykjanesbraut.


Hann reyndist einnig vera ölvaður við aksturinn og var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þá var annar tekinn innan bæjar í Reykjanesbæ fyrr um daginn, en hann ók á 95 þar sem löglegur hámarkshraði er 50. Sá var einnig ölvaður og hafði auk þess tekið bílinn ófrjálsri hendi.


Sjö aðrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í dag. Þeir mældust á 110, 114, 116, 118, 126 og tveir á 130 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst. Nokkrir ökumenn greiddu sektir sínar á staðnum og var sú hæsta upp á kr. 52.500.


Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hann reyndist einnig aka sviptur ökuréttindum.