Tekinn eftir eltingaleik
Lögreglan á Suðurnesjum hafði hendur í hári ökumanns eftir eltingaleik í morgun,en hann er grunaður um ölvun við akstur.
Skömmu fyrir klukkan sex hugðist lögregla hafa afskipti af honum á Hringbraut við Skólaveg í Keflavík. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók sem leið lá norður Hringbraut á mikilli ferð. Ekið var um Vesturbraut, Hafnargötu inn Aðalgötu en bifreiðin stöðvaðist á Suðurvöllum vegna bilunar.
Bifreiðinni, sem er nýleg, hafði verið ekið mjög greitt yfir hraðahindranir sem urðu á vegi hennar. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Ökumaður, sem eins og fyrr sagði er grunaður um ölvun við akstur, var handtekinn og færður á lögreglustöð. Verður hann yfirheyrður síðar í dag.
Fyrr um kvöldið var annar ökumaður stöðvaður, einnig grunaður um ölvun við akstur. Sá ók rólega niður Hafnargötu og gerði sig ekki líklegan til að stöðva þrátt fyrir merki lögreglu. Það var ekki fyrr en lögreglubifreið var ekið í veg fyrir hann að hann stöðvaði loks.
Lögregla þurfti einnig að aðstoða aðila fyrir utan veitingastað í Keflavík í nótt. Hafði hann verið sleginn í andlitið en var ekki með alvarlega áverka. Lögregla náði síðar tali af grunuðum árásaraðila.
Mynd úr safni VF
Skömmu fyrir klukkan sex hugðist lögregla hafa afskipti af honum á Hringbraut við Skólaveg í Keflavík. Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók sem leið lá norður Hringbraut á mikilli ferð. Ekið var um Vesturbraut, Hafnargötu inn Aðalgötu en bifreiðin stöðvaðist á Suðurvöllum vegna bilunar.
Bifreiðinni, sem er nýleg, hafði verið ekið mjög greitt yfir hraðahindranir sem urðu á vegi hennar. Ásamt ökumanni var einn farþegi í bifreiðinni. Ökumaður, sem eins og fyrr sagði er grunaður um ölvun við akstur, var handtekinn og færður á lögreglustöð. Verður hann yfirheyrður síðar í dag.
Fyrr um kvöldið var annar ökumaður stöðvaður, einnig grunaður um ölvun við akstur. Sá ók rólega niður Hafnargötu og gerði sig ekki líklegan til að stöðva þrátt fyrir merki lögreglu. Það var ekki fyrr en lögreglubifreið var ekið í veg fyrir hann að hann stöðvaði loks.
Lögregla þurfti einnig að aðstoða aðila fyrir utan veitingastað í Keflavík í nótt. Hafði hann verið sleginn í andlitið en var ekki með alvarlega áverka. Lögregla náði síðar tali af grunuðum árásaraðila.
Mynd úr safni VF