Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða
Þriðjudagur 15. september 2020 kl. 09:34

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært 35 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Við umferðareftirlit í íbúðarhverfum í Keflavík, þar sem hámarkshraði er 30 km óku 19 of hratt. Sá sem hraðast ók mældist á 60 km hraða og þar með á tvöföldum hámarkshraða.

Þá voru nokkrir teknir úr umferða vegna gruns um vímuefnaakstur og tveir reyndust aka sviptir ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024