Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á ofsahraða með dóp í bílnum
Miðvikudagur 21. desember 2005 kl. 09:36

Tekinn á ofsahraða með dóp í bílnum

Maður á þrítugsaldri var handtekinn um miðnætti fyrir að vera með fíkniefni í fórum sínum. Hann var í fyrstu tekinn fyrir ofsaakstur á Reykjanesbrautinni, en hann mældist á 130 km hraða.

Ökumaðurinn vakti strax grunsemdir lögreglu um að hann hefði í fórum sínum fíkniefni og við leit í bifreiðinni fundust tæplega 4 gr. af marihuana. Á manninum sjálfum fannst síðan um 1 gr. af kókaíni. Við húsleit heima hjá manninum fundust svo munir tengdir sölu og neyslu fíkniefna.  Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024