Tekinn á ofsahraða á Reykjanesbraut
Þrír voru kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í dag. Sá sem hraðast ók var á 141 km. hraða og annar var á 125 km. hraða, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Þá var einn stöðvaður á 115 km. hraða á Grindavíkurvegi þar sem hámarkshraðinn er 90 km. á klst.
Eigendur sex bifreiða voru boðaðit með bifreiðar sínar í skoðun vegna vanrækslu á að mæta. Gjaldseðlar voru settir á þrjár bifreiðar vegna rangrar lagningar. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekki bílbeltin spennt.
Eigendur sex bifreiða voru boðaðit með bifreiðar sínar í skoðun vegna vanrækslu á að mæta. Gjaldseðlar voru settir á þrjár bifreiðar vegna rangrar lagningar. Fimm ökumenn voru kærðir fyrir að hafa ekki bílbeltin spennt.