Föstudagur 24. nóvember 2006 kl. 09:21
Tekinn á ofsahraða á Brautinni
Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi og nótt.
Sá sem hraðar ók mældist á 134 km hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90.
Þá voru eigendur tveggja bifreiða boðaðir í skoðun, þar sem þær höfðu ekki verið skoðaðar á tilsettum tíma.