Fimmtudagur 2. ágúst 2001 kl. 11:02
Tekinn á nærri tvöföldum hámarkshraða
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann um klukkan ellefu í gærkvöldi eftir að hann hafði mælst á 133 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesvegi til móts við Fitjar en þar er hámarkshraði 70 km/klst. Hann verður væntanlega sviptur ökuleyfi tímabundið, að sögn lögreglu.