Tekinn á hraðferð
Í gærkvöldi var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Hann var mældur á 115 km hraða þar sem leyfður hraði er 90 km. Þá voru eigendur tveggja bifreiða boðaðir með bifreiðar sínar til skoðunar vegna vanrækslu þar sem slíkt var löngu orðið tímabært.
Einnig voru fjórir ökumenn áminntir þar sem ljósabúnaður bifreiða þeirra var vanbúinn.
.
Einnig voru fjórir ökumenn áminntir þar sem ljósabúnaður bifreiða þeirra var vanbúinn.
.