Tekinn á Brautinni
Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í dag. Mældur hraði hans var 117 km þar sem hámarkshraði er 90 km.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt við aksturinn og eigandi eins ökutækis var boðaður með tækið sitt til skoðunar þar sem hann hafði ekki farið með það í aðalskoðun á réttum tíma.