Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Tekinn á 70 á Skólavegi
Föstudagur 26. ágúst 2005 kl. 10:52

Tekinn á 70 á Skólavegi

Lögregla sektaði fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Skólavegi, vestan Hringbrautar í gær. Lögregla var við eftirlit við tvo grunnskóla af þeim níu sem eru í umdæminu og áttu umferðarlagabrotin sér stað  á skólatíma.

Sá sem hraðast fór var mældur á 70 km hraða en hámarkshraði á Skólavegi frá Hringbraut og framhjá Holtaskóla er 30 km á klukkustund. Má viðkomandi búast við 30.000 kr. sekt, sviptingu ökuréttinda í tvo mánuði og fjórum punktum í ökuferilsskrá.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson: Séð yfir Holtaskóla og Skólaveg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024