Mánudagur 5. mars 2007 kl. 19:53
Tekinn á 175 km. hraða á Reykjanesbraut
Ökumaður mældist í dag á 175 kílómetra hraða á klukkustund Reykjanesbraut á Strandarheiði, þar er 90 kílómetra hámarkshraði. Maðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum, en má auk þess eiga von á sekt.