Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 171 km hraða á brautinni
Laugardagur 17. febrúar 2007 kl. 10:38

Tekinn á 171 km hraða á brautinni

Tólf ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og í nótt. Einn þeirra var mældur á svívirðilegum ofsahraða um hábjartan dag, eða á 171 á Reykjanesbraut. Sá var færður á lögreglustöð og sviptur ökuleyfi til bráðabirgða.

Tveir aðrir voru mældir á rúmlega 130 en aðrir minna.

Þá voru tveir ökumenn teknir fyrir að nota ekki öryggisbelti, einn fyrir að aka á móti rauðu ljósi og annar fyrir að leggja í stæði fatlaðra við FS.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024