Laugardagur 29. júlí 2006 kl. 10:18
Tekinn á 168 km hraða
Lögreglan í Keflavík mældi 21 árs ökumann á 168 km hraða á Strandarheiði á Reykjanesbraut í nótt þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km.
Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða en hann má búast við þriggja mánaða ökuleyfissviptingu auk hárrar sektar.