Sunnudagur 25. mars 2007 kl. 09:37
Tekinn á 165 á Brautinni
Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í gær. Sá sem hraðast ók var mældur á 165 km hraða en hinir voru á u.þ.b. 120.
Þá voru tveir ökumenn teknir, grunaðir um ölvun við akstur, annar í gær og hinn í nótt.