Sunnudagur 7. janúar 2007 kl. 08:41
Tekinn á 162 á Brautinni - Á von á sviptingu
Fyrir miðnætti voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast fór var mældur á 162 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Ökumaðurinn má eiga von á 90.000 kr sekt og tveggja mánaða ökuleyfissviptingu.
Í nótt voru tveir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur.