Mánudagur 4. október 2004 kl. 13:45
Tekinn á 162 á Brautinni
Rólegt var á næturvaktinni hjá Lögreglunni í Keflavík, en þó voru fjórir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðast ók á 162 km. hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Auk þess var einn var kærður vegna ólöglegrar lagningar bifreiðar sinnar.