Tekinn á 155 km hraða á Reykjanesbraut
Tíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 155 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Þá varð umferðaróhapp á Víkurbraut og var ökumaður annarrar bifreiðarinnar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Lögregla hafði svo afskipti af fáeinum ökumönnum vegna gruns um að þeir ækju undir áhrifum vímuefna. Einn þeirra var í akstri sviptur ökuréttindum og annar sem lögregla hafði afskipti af var með meint kannabis og hníf í fórum sínum.
Að síðustu voru höfð afskipti af ökumanni sem framvísaði erlendu kennivottorði en gat ekki sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi.