Tekinn á 155 km hraða
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglustjórans á Suðurnesjum í gær Einn þeirra var á á 155 km hraða á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviptingu og háa sekt. ÞSjö bifreiðar voru boðaðar í skoðun þar sem eigendur eða umráðamenn þeirra höfðu vanrækt að færa bifreiðarnar til aðalskoðunar fyrir árið 2006.






