Tekinn á 154 km hraða á Brautinni
				
				
Í gær voru 16 ökumenn voru kærðir af lögreglunni í Keflavík fyrir hin ýmsu brot á umferðarlögum.  Meðal annars voru sex ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut.  Sá sem hraðast fór var á 154 km þar sem hámarkshraði er 90 km.  Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi.  Sex ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti við aksturinn og einn ökumaður var kærður fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað.  Einn ökumaður var kærður fyrir að aka hægra megin framúr bifreið á Reykjanesbraut.  
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				