Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 21:07
Tekinn á 151 km. hraða á Reykjanesbraut í dag
Fjórir ökumenn voru í dag kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist sá sem hraðast ók á 151 km. hraða , annar á 136 km.hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km. og einn á 107 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70 km.