Tekinn á 150 km hraða
Fimm ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Sá er hraðast ók mældist á 150 kílómetra hraða þar sem er leyfður hámarkshraði 90 km.
Þess er skemmst að minnast að nóttina áður var annar ökumaður tekinn á svipuðum hraða á Reykjanesbraut en eins og jafnan áður á þessum árstíma ber meira á hraðakstri.
Þess er skemmst að minnast að nóttina áður var annar ökumaður tekinn á svipuðum hraða á Reykjanesbraut en eins og jafnan áður á þessum árstíma ber meira á hraðakstri.