Tekinn á 150
Næturvaktin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík að því utanskildu að einn ökumaður var tekinn á ofsaferð á Grindavíkurvegi. Hann var á 150km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90km.
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir umferðarlagabrot í gærdag, þar af einn fyrir ölvunarakstur. Auk þess varð einn árekstur á Kópubraut þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Eignartjón var minniháttar en ökumaður annarar bifreiðarinnar kenndi til meiðsla í hendi eftir slysið.
Fjórir ökumenn voru teknir fyrir umferðarlagabrot í gærdag, þar af einn fyrir ölvunarakstur. Auk þess varð einn árekstur á Kópubraut þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Eignartjón var minniháttar en ökumaður annarar bifreiðarinnar kenndi til meiðsla í hendi eftir slysið.