Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 149 km. hraða á Brautinni - 5 stöðvaðir á nöglum
Lögreglan við hraðaeftirlit á Reykjanesbraut nýlega. VF-mynd/hilmarbragi.
Þriðjudagur 28. maí 2019 kl. 14:13

Tekinn á 149 km. hraða á Brautinni - 5 stöðvaðir á nöglum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum kært nær þrjátíu ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 149 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Um var að ræða erlendan ferðamann.

Á annan tug ökumanna voru teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur. Þá voru fimm ökumenn stöðvaðir þar sem þeir óku um á nagladekkjum og skráningarnúmer voru fjarlægð af sjö bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024