Tekinn á 146 km hraða á Reykjanesbraut
Lögreglan í Keflavík stöðvaði ökumann á fjórða tímanum í nótt sem var á 146 km hraða á Reykjanesbrautinni, en leyfilegur hámarkshraði þar er 90 km.Þá var annar stöðvaður á Njarðarbraut í Njarðvík á öðrum tímanum á 98 km hraða, en þar er hámarkshraði 50 km. Þessir aðilar mega eiga von á að verða sviptir ökuréttindum.