Fimmtudagur 15. mars 2007 kl. 09:27
Tekinn á 146 á Brautinni
Frekar rólegt hefur verið hjá lögreglunni undanfarið og lítt heyrt til tíðinda. Þó var einn ökumaður tekinn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi, en hann var á 146 km hraða þar sem löglegur hámarkshraði er 90.