Tekinn á 141 km hraða
Fjórir ökumenn kærðir af lögreglu í gær fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Þar af var einn mældur á 141 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Einnig voru þrír ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbeltin spennt og einn var gripinn við að tala í farsíma við aksturinn, án þess að nota handfrjálsan búnað.