Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 141 á Reykjanesbraut
Föstudagur 27. janúar 2017 kl. 10:58

Tekinn á 141 á Reykjanesbraut

Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður sem mældist á 141 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund. Annar mældist á 105 km. hraða þar sem hámarkshraði er 70 km. Þriðji ökumaðurinn ók á 121 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. og hafði sá ökuskírteini sitt ekki meðferðis.

Þá voru tveir ökumenn handteknir vegna gruns um ölvunarakstur og færðir á lögreglustöð þar sem sýnatökur fóru fram.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024