Tekinn á 140 km hraða
Lögreglan í Keflavík hirti um helgina fjóra ökumenn fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók var á 140 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km á klst.
Þá voru þrír ökumenn teknir í gær og aðfaranótt sunnudags vegna gruns um ölvun við akstur og nokkrir aðrir voru teknir vegna annarra umferðarlagabrota.