Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 140 á Brautinni
Sunnudagur 20. apríl 2008 kl. 10:54

Tekinn á 140 á Brautinni

Þrír ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í nótt.  Þeir mældust á 134, 141 og 120 km/klst. þar sem hámarkshraðinn er 90 km/klst.

Sá sem tekinn var á 141 mun sennilega þurfa að greiða 130.000 kr í sekt og sætta sig við mánaðarsviptingu á ökuleyfum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mikill mannfjöldi var í miðbæ Reykjanesbæjar í nótt að því er fram kemur í dagbók lögreglu og talsvert um útköll hjá lögreglunni vegna pústra milli manna og ölvunarláta. Þá þurfti einn aðili að láta gera að sárum sínum á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.