Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Tekinn á 140, réttindalaus og undir áhrifum
Mánudagur 16. júlí 2007 kl. 11:35

Tekinn á 140, réttindalaus og undir áhrifum

Lögregla stöðvaði í gær ökumann á Grindavíkurvegi sem mældist á 140 km hraða. Við nánari athugun kom í ljós að viðkomandi var einnig grunaður um akstur undir áhrifum lyfja og var í ofanálag réttindalaus þar sem hann hafði verið sviptur áður.

Má þessi ökumaður búast við háum fjársektum, allt að 220 þúsundum króna, auk þess sem einhver tími mun líða þar til hann fær ökuréttindi á ný.

Annar var tekinn á Grindavíkurvegi á 122 km hraða, en alls voru 10 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæminu í gær.

Þá voru 9 ökutæki boðuð til skoðunar vegna vanrækslu á aðalskoðun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024